SYKRUN
SYKRUN
Sugaring eða Sykrun
Bonita snyrtstofa var fyrsta stofan á Íslandi til að taka inn sykur sem háreyðingu.
Við erum umboðsaðilar fyrir vandað merki sem heitir Sugaring Cane og er frá Þýskalandi.
Sykrun er aðferð til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt. Virkar svipað og vax, en það sem sykrun hefur fram yfir vax er eftirfarandi:
Er gert úr 100% náttúrulegum efnum.
Ólíkt vaxi fer sykurinn vel með húðina en formúlan er sérstaklega græðandi svo húðin verður silkimjúk á eftir.
Sársauka minna en venjulegt vax.
Mun meiri líkur á að ná hárunum upp með rót í stað þess að þau slitni og þar af leiðandi verða minni líkur á inngrónum hárum.
Reglulegar meðferðir ættu að skila mun betri árangri en venjuleg vaxmeðferð.
Það besta við meðferðina er að þetta er ekki bara háreyðingar meðferð heldur er þetta algjör djúphreinsun fyrir meðferðasvæðið.
ANDLITSMEÐFERÐIR
HÚÐHREINSUN
Húðin er yfirborðshreinsuð, hituð og djúphreinsuð.
Óhreinindi kreist því næst er settur djúphreinsimaski og í lokin er sett krem fyrir viðeigandi húðgerð.
ANDLITSBAÐ
Dekurmeðferð sem hentar öllum.
Í andlitsbaði er húðin yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð, því næst er slakandi nudd á herðar, andlit og höfuð. Eftir nuddið er virkur maski settur á andlit og háls og er góð slökun á meðan hann nær fullri virkni, í lok meðferðar eru sett krem sem fullkomna virkni meðferðarinnar.
LÚXUSANDLITSBAÐ
Dekurmeðferð sem hentar öllum.
Í lúxus andlitsbaði er húðin yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð og hituð og undirbúin undir kreistun ef þarf. Nudd á herðar, andlit og höfuð. Eftir nuddið er sérstaklega virkur lúxusmaski settur á andlit og háls.
Á meðan maskinn nær fullri virkni eru hendur nuddaðar með mýkjandi kremi. Í lok meðferðar eru sett krem sem fullkomna virkni meðferðarinnar.
MICRODERMABRATION
Meðferð á andlit og hendur sem hjálpa húðinni við að endurnýja sig.
Unnið er með virka djúphreinsa í gegnum meðferðina sem slípa efsta lag húðarinnar og ávinningur meðferðarinnar er mikil endurnýju á efsta húðlaginu sem skilar ljóma, mýkt og húðin verður líflegri. Þegar djúphreinsun er lokið er góður maski settur á húðina sem fyllir hana af raka.
Meðferðin hentar þeim sem eru með grófa, þreytta húð sem má við mikilli örvun.
BRIGHTENING TREATMENT
Meðferð sem hentar sérstaklega vel til þess að taka á öldrun húðar og litabreytingum í húð.
Húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð og svo er einstaklega virk c-vítamín blanda unnin á húðinni með slakandi nuddhreyfingum.
Maski er settur á húðina eftir c-vítamín blönduna sem fullkomnar virkni meðferðarinnar.
Húðinn ljómar svo sannarlega eftir þessa meðferð.
DERMACTE ÁVAXTASÝRUMEÐFERÐ
Mjög virk meðferð þar sem valið er úr mismunandi samsetningu ávaxtasýra til þess að nota, allt eftir húðgerð hvers og eins. Ávinningur ávaxtasýranna er mikil endurnýjun húðarinnar, húðin verður þéttari, fínar línur minnka, húðin fyllist af raka og hreinsast. Sjáanlegur munur er á húðinni strax eftir meðferðina.
DERMATUDE META THERAPY
100 % náttúrleg fegrunarmeðferð sem endurnýjar og fegrar húðina. Háþróað tölvustýrt tæki með nákvæmu handstykki og einkaleyfi á nálaeiningum tryggir hámarksárangur án hættu á að skaða húðina eða á örmyndun.
Meðferðin vinnur sérstaklega vel á :
Rakaþurri húð
Hrukkum, / fínum línum
Dökkum baugum
Slappri húð
Opnum húðholum
Örum eftir bólur
Litabreytingum
Húð úr jafnvægi
Okkar markmið er að hámarka árangurinn í baráttunni við öldrun á 100 % náttúrulegan hátt !!

HENDUR
Neglur eru snyrtar og klipptar. Naglabönd mýkt og snyrt. Hörð húð mýkt upp og nudduð.
VAXMEÐFERÐIR
Í vaxmeðferðum notum við Aloe vera vax. Vax er fljótleg leið til að fjarlægja óæskilegann hárvöxt.
